- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
13

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Róm.: Þar hæfðir þú samt rangt; sú góða mey
er Diönu lík, og lætur hittast ei
af ástarörvum; skírleiks-gyðjan skær
að skotum ástargoðsins litla hlær;
úr yndishóta umsátrum hún flýr
og augans brennivèl hún frá sèr snýr,
og gullið það, sem glepur dýrðlings hjarta,
ei glepur hana’ að opna faðminn bjarta;
af fegurð á hún auð, en er þó snauð;
sá auður hverfur þegar snót er dauð.

Benv.: Svo? mun hún ógipt jafnan vilja vera?

Róm.: Sá viljinn meira tjón en hag mun gera,
því yngismey, sem blíðan blóma felur
hún blómi sinna niðja þar með stelur.
Hún er of fríð, of vís, of vizku-fríð,
er vill hún þóknast Guði fyrir mitt stríð;
hún sór að hafna ást í eiði þeim
eg andaður má lifa’ í þessum heim.

Benv.: Svo gegn mèr þá og gleym að hugsa’ um
hana.

Róm.: Svo kenn þú mèr að gleyma’ og hætta’ að
hugsa.

Benv.: Gef augum þínum frelsi; festu þau
við fegurð aðra.

Róm.: Nei, það væri sama
og festa hennar fastar mèr í huga.
Þær sælu, svörtu grímurnar, sem kyssa
á ungum meyjum ennin, minna oss
á tóma fegurð, sem þær feli inni.
Hinn blindi gleymir seint, hve gullvægt er
að geta sèð. Já, far og sýn mèr konu
sem afbragðs-fríð er; fegurð hennar að eins

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0019.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free