- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
14

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)


er skuggsjá til að skýra mèr því betur
að fegurð minnar fegurð sigri hinnar.
Far vel; með gleymsku grœðir þú ei mig.

Benv.: Unz get eg það eg stend í skuld við þig.

(Þeir fara.)

2. atriði.

Borgarstræti.

(Kapúlett, París og þjónn koma.)

Kap.: Og Montag skal þeim sömu bótum svara.
Oss ættí’ að veita auðvelt, gömlum mönnum,
að sjá í friði hèðan af hvor annan.

Par.: Þið báðir eruð haldnir heiðursmenn,
og hörmung er um ykkar löngu deilu.
En nú um bónorð mitt, minn bezti herra.

Kap.: Eg svara því, sem sagt eg hefi fyrri:
hún dóttir mín er enn þá barn í öllu
og hefur enn ei fyllt sín fjórtán ár;
fyr tíminn eyðir tvennu sumar skrúði
er tiltök ei að gjöra hana að brúði.

Par.: Eg þekki yngri konur orðnar mæður.

Kap.: Sú mær, sem of ung giptist, of ung fölnar.
Vit, jörðin felur öll mín unaðs blóm,
hún ein er eptir og skal erfa okkur.
Kom opt til hennar; sjá, hvort vill hún þig;
því partur hennar vilja’ er hjarta mitt,
og hún er þín, ef gefa vill þèr sitt.
Að gömlum sið eg heimboð nú eitt held
og hefi boðið mörgum gesti’ í kveld,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0020.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free