- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
16

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

og berist eitur nýtt í augu þèr,
þitt eitrið gamla jafnskjótt horfið er.

Róm.: Eitt græðslu-blað er gæða-lyf.

Benv.: Við hveiju?

Róm.: Við beinbrot þitt.

Benv.: Nei, Rómeó, ertu ær?

Róm.: Ei ær, en bundinn meir enn maður ær,
í varðhald læstur, utan allrar fæðslu,
húðstrýktur, kvalinn.

(Til þjónsins.)

Gott kvöld, góður maður!

Þjón.: Guð blessi kvöldið. Kunnið þèr að lesa?

Róm.: Já, mína kvöl í minni raunarollu.

Þjón.: Það hafið þèr kannske lært utanbókar;
en kunnið þèr þá að lesa það, sem stendur
innanbókar?

Róm.: Já, ef eg þekki orð og alla stafi.

Þjón.: Þetta var talað í hreinskilni. Fylgi yður
farsældin!

Róm.: Nei, bíddu, góður; eg er læs. (Les.)

„Signor Martíní, kona hans og dætur; Anselmó greifi og hinar
fögra systur hans. Fríherraekkjan Vitrúvía; signor Placentíó og
hans ástúðlegu bróðurdætur; Mercutíó og bróðir hans Valentínó;
Kapúlett frændi minn og hans frú og dætur; hín fagra Rósalína
bróðurdóttir mín; Livía; signor Valentínó og Tíbalt frændi hans;
Lúció og hín glaðlynda Helena“.

(Fær þjóninum brèfið.)

Velkjörnir gestir. — Hvar er boðið búið?

Þjón.: Uppi.

Róm.: Hvar?

Þjón.: Til kvölds, heima hjá okkur.

Róm.: Hverjum þá?

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0022.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free