- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
17

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Þjónn: Húsbónda mínum.

Róm.: Því hefði’ eg fyrri átt að inna eptir.

þjónn.: Jeg skal þá segja yður það, svo þèr
þurfið ekki að spyija. Húsbóndi minn er sá stóri, ríki
Kapúlett, og sèrtu enginn af Montags mönnum, þá
bið jeg þèr að koma og tæma með okkur krús.
Verið sælir.

Benv.: Í þessa venju-veizlu Kapúletts
fer Rósalína, sem þèr lízt á, líka
með öðrum fríðleiksfrúm í Verónsborg;
gakk þangað, og með óhlutdrægum augum
þú meta skalt þar meyjarhópinn blíða,
þá mun í kráku breytast álptin fríða.

Róm.: Ef þessi augu láta sig svo leiða
frá ljósri trú, þá kvikni í þeim bál —
þau drukku opt, þó aldrei mættu deyðast—
svo upp þau brenni fyrir guðlaust tál!
Mín ástmey — önnur fegri! signuð sól
ei sá frá eilífð fegra heims um ból!

Benv.: Á metum stóð hún ein í augum þèr
með yndis-jafnvigt móti sjálfri sèr;
þær sömu kristalls vogir lát nú vega
mót vífi þessu meyju glæsilega,
sem nú við gildið sigrar fljóðin flest,
þá finst sú tæpast góð, sem nú er bezt!

Róm.: Eg fer með þèr, en öðru sinni ei,
en undrast mína fögru hjartans mey.

(Þeir fara.)

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0023.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free