- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
20

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Fóstr.: Já; hvernig get eg hlátri varizt, frú mín,
að hún skyldi hætta að gráta’ og segja „já“;
og eg skal sverja að á enni barnsins
var eins stór kúla’ og meðal-hænuegg,
því byltan var ei spaug og barnið æpti;
„Já dattstu á nefið?“ segir maður minn,
„þú dettur apt’r á bóginn ef þú eldist;
er það ei Júlla?“ „Já“ seg’r hún og þagnar.

Júl.: Og þú átt líka’ að þagna, fóstra, segi’ eg.

Fóstr.: Já jeg er þögnuð. — Góður Guð sè með þér,
þú ert það bezta barn, sem eg hef átt við,
að lifa það þú giptist, væri gaman.

Frú K.: Nú, gott og vel, um gipting vil eg tala;
hvað segirðu’ um að giptast, góða dóttir?

Júl.: Það er sú upphefð, sem mig aldrei dreymdi’um.

Fóstr.: Já, upphefð; — væri eg ei fósra þín,
segði’ eg þú hefðir sogið tóma speki.

Frú K.:Jú, bústu nú að giptast; allmörg yngri
er orðin heiðursfrú í Verónsborg
og móðir, og mig minnir sama væri
um mig á þessum stúlku-aldri þínum.
Og svo eg ekki orðlengi, þá biður
hinn vaski París þín og vill nú fá þin.

Fóstr.: Ó, svoddan maður, stúlka, svoddan maður!
sem ber af öllum eins og væri’ hann steyptur.

Frú K.: Verónu sumar á ei betra blómstur.

Fóstr.: Já, hann er bezta blómstur, það veit Drottinn.

FrúK.: Nú, seg mèr, geturðu’ elskað þennan öðling?

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0026.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free