- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
22

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

4. atriði.

Stræti.

(Rómeó, Mercútíó, Benvólíó með fimm grímumönnum, blysberöndum
og fleiri.)

Róm.: Á ræðan gamla’ að afsaka’ okkar inngang,
eða eigum við að fara’ inn forsvarslaust?

Benv.: Sá formálinn er fallinn nú úr gildi.
Við notum engan blindings-bundinn Amor
með Tartara-boga, lagðan ýmsum litum,
sem fælir kvennfólk líkt og fuglahræða,
nè utanbókar-þulur, umlaðar
við innganginn og leiðrèttar af öðrum.
Nei, ætli þeir um okkur, hvað þeir vilja;
við skulum hoppa hjá þeim og svo fara.

Róm.: Svo fá mér blys, eg ætla ei að dansa.
mitt skap er dimmt, því lát mig bera ljósið.

Merc.: Nei, Rómeó kæri, reyndu’ að dansa með oss.

Róm.: Nei, dansið þið með lètta skó og lundu,
mín sál er þung sem blý og þrýstir mèr
til jarðar fostum, svo eg fæ ei hreyft mig.

Merc.: Þig lýir ástin, lána Amors vængi
og fljúg með þeim úr fjötrum dauðlegs
manns.

Róm.: Eg ber þau lemstur eptir örvar guðsins,
að ekki stoða vængir, eg er bundinn
og get ei fleytt mèr spönn úr harma hyl,
en hlýt að sökkva undir kærleiks fargi.

Merc.: Og sökkvir þú, þá sökkur veslings ástin,
þú ert of harður við svo veika veru.

Róm.: Svo veika? Ástin, hún er hörð og úfin
og hvöss og sár, og stingur eins þyrnir.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0028.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free