- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
23

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Merc.: Svo sting hana’ aptur; steyptu henni flatri.
Eg sting nú mínu höfði’ í þetta slíður.

(Setur á sig grímu.)

Nú horfir grýla’ á grýlur, svo má hver
mitt greppitrýni horfa á, sem lystir
svo roðni það, ef vill, en aldrei eg.

Benv.: Já, knýjum á og göngum ótæpt inn
og taki hver til sinna fimu fóta.

Róm.: Nei, fá mèr blys; þið lèttu hjörtu hoppið
og hælum sláið gólf, sem ekki kvarta.
Eg segi nú sem karlinn: „Hann má horfa,
sem hugsa þarf um ljósin“; lát mig fá
sem meðhjálpara’ að hlusta’ og horfa á.

Merc.: „Og þá er heima“, innti annar karlinn;
en sèrtu meðhjálpari, þiggðu meðhjálp
að draga þig úr dýi — fyrirgefðu,
eg meinti ástum, sem þú syndir í.
En þei! við brennum dagsins birtu, komum.

Róm.: Hvað? Dagsins birtu?

Merc.: Mók á miðjum vegi
er minna þarft en kerti’ á björtum degi.
Þigg meining, sem er fim og fljót og snjöll
og flytur meiri speki en vit vor öll.

Róm.: Þín meining var að ganga’ á grímuleik,
en grunn er spekin.

Merc.: Nei, þú veður reyk.

Róm.: Mig dreymdi draum í nótt.

Merc.: Mig dreymdi og.

Róm.: Hvað dreymdi þig?

Merc.: Að draumar stundum lygi.

Róm.: Já, draumar lýja þegar fast er sofið.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0029.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free