- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
26

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

í stjömum uppi; og mín vitji nú
sá feiknstafur við fagnað þessa kvölds,
sem feykir lífs mins veika’ og kvalda skari
fyr örlög fram að döprum skapa dómi.
En hann, sem stýrir stefnu lífskips míns,
hann stjórni seglum. Áfram, kátir bræður.

Benv.: Slá trumbuna! (Þeir fara.)

5. atriði.

Salur í húsi Kapúletts.

(Hljóðíæramenn og matsveinar koma.)

1. maisv.: Hvar er Pönnupottur, að hjálpa okkur
til að taka af? Sá pottaskefill og pönnusleikir!

2. matsv.: Ef að allt, sem heyrir til kurteisi, á að
liggja í tveggja manna höndum, þó óhreinum, þá
er illa farið.

1. matsv.: Taktu bríkarstólana; færðu matborðið;
gáðu að diskunum. Heyrðu, taktu, lagsi, frá bita af
möndlukökunni, og viljirðu eiga gott við mig, þá
láttu dyravörðinn hleypa þeim inn, henni
KvarnarSönnu og henni Murru.—Anton! Skefill!

2. matsv.: Já, lagsi, hèrna.

1. matsv.: Það er verið að gá að ykkur, spyrja
að ykkur, kalla á ykkur og leita að ykkur í
stórustofunni.

3. matsv.: Við getum ekki verið bæði hèrna og
þarna. Verum nú að, strákar, og sá, sem lifir lengst,
fær soð og soðningu.

(Þeir fara á bak við.)

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0032.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free