- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
27

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

(Kapúlett kemur með gestum sinum. Grímufólk,)
Kap.: Velkomnir, góðir gestir! Allar meyjar,
sem ekki hafa þorn á sínum fótum,
nú vilja’ af ykkur hreyfast. Heyrið, stúlkur,
vill nokkur neita dansi? Reigist nokkur,
þá sver eg henni þorn. Á, hitti’ eg kaunið!
Velkomnir, herrar! Enn man eg þá æfi,
að eg bar grímu’ og gat þá hvískrað orði
í stúlkueyra, sem var allvel þegið,
Nú er það löngu búið, búið, búið.
Velkomnir, herrar! — Spilamenn, nú spilið!
Gef rúm, gef rúm! — Nú, færið fótinn,
stúlkur! —

(Hljóðfærasláttur og dans.)

Nei, látið loga, drengir. — Burt með borðið,
og temprið hitann; hèr er orðin svækja. —
Já, við og við er gaman sig að gleðja. —
Æ, fá þèr sæti, frændi, fá þèr sæti;
eg trúi nú sè út’ um dans hjá okkur.
Hvað langt er liðið síðan næst við sáumst
á grímuleik?

Frœndi Kap.: Víst þrjátfu’ ár er það.

Kap.: Nei, langt frá, ei svo langt, nei, langt í frá því;
á hvítasunnu, hvað fljótt sem hún kemur,
er tuttugu’ og fimm ár frá því Lúki giptist,
og þá bárum við báðir grímur síðast.

Fr. Kap.: Nei, það er lengra, lengra; sonur hans
er orðinn þrjátfu’ ára.

Kap.: Þetta skaltu
ei segja mèr, því fyrst í hitt ið fyrra
hann fèkk sinn lögaldur.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0033.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free