- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
29

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

nei, þótt mèr byðist borgin öll í staðinn,
eg vildi ei hans vansa hèr i húsi;
lát þú því kyrt og látst þú ekki sjá hann.
Eg segi þetta; viljir þú minn vilja,
í virðing hafa, slèttu þínar hrukkur,
sem illa hæfa góðri vina gleði.

Tíb.: Víst hæfa þær, fyrst þrællinn sá er kominn;
eg þoli’ hann ekki.

Kap.: Þolast skal hann víst!—
Nei, heyrðu, góður!—Hann skal víst, seg’ jeg;
er jeg ei húss míns herra? eða þú?
„Eg þol’ hann ekki“. — Guð minn góður!
já, já!
Þú vilt fá gesti mína’ að gera uppnám;
vilt vera forrinn, fyrsti maður hússins.

Tíb.: Nú, það er hrópleg hneysa —

Kap.: Vert’ að, vert’ að!
þitt óláns grey. Nú já já, ertu svona?
Þú skalt þig sjálfan fyrir hitta; heyrðu?
og þorir storka!—Þetta má eg ekki —
Já, þetta áfram, vinir! — Þú ert ganti!
ver kyr! — Nú lýsið, lýsið betur, gegnið! —
Jú, þú skalt spekjast.—Þeg, þeg—kátir, vinir!

Tíb.: Hér mætir nauðug biðlund ofsa bræði,
á beinum skelf eg eins og leiki á þræði;
eg hætti; þó skal för hans verða’ að falli,
hún finst nú sæt, en verður brátt að galli.

(Fer.)

Róm. (til júl.): Ef hönd mín syndug hefur flekkað nú
þitt helga dýrðlings skrín, ó, ljúfa hnoss!
að syndurum tveim með sannri ást þèr snú,
er sekar varir heita’, og þigg minn koss.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0035.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free