- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
32

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

II. þáttur.

1. atriði.

Svæði fyrir utan aldingarð Kapúletts.

(Rómeó kemur.)

Róm.: Er lengra fært, fyrst hjarta mitt er hèr?
Ó, haltu’ þèr kyrri, jörð, við þína sól!

(Klifrast inn yfir garðsvegginn.)

(Benvólíó og Mercútíó koma.)

Benv.: Heyr, Rómeó, heyr!

Merc.: Nei, hann er kænn og vís,
og hefur stolizt heim til sinnar sængur.

Benv.: Eg sá hann hlaupa’ og hendast yfir garðinn,
þú hrópa mátt til hans í annað sinn.

Merc.: Og særa líka. Rómeó, ráðleysingi!
Þú ástabjáni! eldur! sút og funi,
kom fram í ástarandvarps lki, kveddu
mèr eina hending, þá erum við sáttir;
seg æ og vei, og ortu meyja — deyja,
og veldu gömlu Venus smellið nafn,
og veslings jóði hennar, Amor skyttu,
sem hæfði kónginn, sem fèkk flökkukind!—
Hann heyrir ekki, sèr ei, hreyfist ekki;
fiflið er sálað, eg má særa manninn.
Eg særi þig við Rósalínar rósmunn,
við hennar augnaljós og ennið bjarta,
við ökla hennar, knè og þèttu mjaðmir,
og öll þau ríki, sem þar undir liggja.—
Kom fram í þinni sönnu mynd og sýn þig.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0038.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free