- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
34

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Mun þarna austrið? er ei þetta sólin?
Kom, dýra sól, og deyddu mána-flagðið,
sem nábleikt fölnar upp af gremju-öfund,
að þernan skuli fegri vera en frúin;
ver eigi ambátt hinnar öfundsjúku,
og legg mánans skolbleikt skírleiksfat,
það skartar engum nema fáráðlingum. —
Ó, þarna’ er elskan mín! min hjartans heitmey;
eg vildi’ að hún gæti vitað, að hún er það.
Hún talar þótt hún tali ekki. Hvernig?
hún talar gegn um augun; eg skal svara.
Eg er of ör; hún meinar víst ei mig.
Tvær stjörnur, víst þær fegurstu sem finnast
á himnum, hafa fengið frátöf nokkra,
og beðið hennar blástjörnur að skína
á brautum þeirra, unz þær kæmi aptur.
En ef nú augu hennar væri á himnum,
en blástjörnurnar undir brúnum hennar,
þá mundi ljómi lilju-vangans sigra
eins stjörnur þær og sólin lítinn lampa,
en augu hennar leiptra gegn um geiminn
frá himni með svo hreinu geisla-flóði,
að allir fuglar færu’ að syngja dátt,
og fyndist liðin dimm og þögul nátt. —
Nú sè eg, hvar hún hallar kinn á hönd;
ó, væri’ eg hanzki handarinnar hvítu,
þá snerti’ eg vangann!

Júl.: Vei mèr!

Róm. (afsíðis), Þeg, hún talar!
Ó, tala meira, ljúfi ljóssins engill!
þú ljómar eins í nótt frá þínum hæðum,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0040.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free