- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
37

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

of margt þú hefur heyrt mig segja’ í nótt.
Við sið og venju vildi’ eg fegin dvelja,
og fegin taka töluð orð mín aptur;
en burt með alla látalætis-uppgerð.
Þú elskar víst?—eg veit þú segir já,
og trúi þèr, en tækir þú að sverja,
þá kynnir þú að bregðast; ástar eiðrof
á himnum vekja hlátur. Hjartans vinur,
seg hreint og skýlaust, hvort þú elskir mig;
en haldir þú, að eg sè of fljótt tekin,
þá verð eg þver og snúðug, sný mèr frá þèr,
en annars ei, þótt veröld væri’ í boði.
Eg er of blíð, minn ástúðlegi Rómeó,
og mættir þú því halda’ að eg sè hverflynd,
en hugsa það ei, eg mun reynast trúrri,
en þær sem lengur þurfa að láta dekstrast;
eg átti’ að vera þrárri, þetta játa’ eg,
en þú varst fyrri’ að hlusta’ á ást mlns hjarta,
en eg gat varazt; erf ei þetta við mig,
nè efa það, að blíða sú sè staðföst,
sem koldimm nóttin kom nú upp um mig.

Róm.: Eg sver þèr, mær, við saklaust tunglið þarna,
er silfri slær á þessi aldintrè —

Júl.: Sver ei við tunglið, tunglið er svo hverfult,
á fjórum vikum vex þess rönd og hverfur,
og ást þín kynni eins að reynast brigðul.

Róm.: Við hvað skal sverja?

Júl.: Sverðu ei við neitt,
jú, ef þú vilt: við ástúðleik þinn sjálfan,
sem er það skurðgoð, sem eg trúi’ og treysti,
þá trúi eg.

Róm.: Ef ást míns innsta hjarta —

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0043.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free