- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
38

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Júl.: Vel, sverðu ei; eg fagna þèr svo fegin,
en fagna þó ei þessum nætur-fundi,
hann kom svo óvart, ort og hastarlega,
líkt elding, sem er horfin fyr en nokkur
nefnt getur elding. Góða nótt, minn ljúfi,
og verði okkar unga elsku-fræ
útsprungin rós, er sjá þig næst eg fæ;
sof vel, sof vel, og hressi hjartað þitt
eins heilög værð og ró sem brjóstið mitt!

Róm.: Og þú vilt fara frá mèr óhugganda?

Júl.: Og hverja huggun get eg framar gefið?

Róm.: Þú getur selt mér trygðir móti mínum.

Júl.: Þú fèkkst þær löngu áður en þú baðst mín,
en gjöf sú mætti gjarna hafa beðið.

Róm.: Nei, til hvers, ljúfa; til að ripta henni?

Júl.: Nú, svo eg gæti gefið hana aptur;
en allt um það, eg þarf ei slíks að æskja,
eg er eins gjöful eins og geimur hafsins,
og eins er ást mín djúp ; því meir’ eg gef þèr,
því meir’ er eptir; hvorugt hefur takmörk.

(Fóstran kallar.)

Far heill! — hún kallar; — elsku ástvin minn,
eg ætla’ að reiða mig á trúleik þinn.
Bíð litla stund, eg ætla að koma aptur

(Fer.)

Róm.: Æ blessuð, blessuð nótt! en eg er hræddur,
fyrst það er nótt, að þetta allt sè draumur,
of sæll til þess, að sannur geti verið.

(Júlía kemur í gluggann aptur.)

Júl.: Þeg, Rómeó, þrjú orð! svo kveð eg alveg:
sè ást þín til mín einlægleg og hrein,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0044.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free