- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
39

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

og augnamið þitt brúðkaup, skaltu senda
mèr orð á morgun með þeim, sem eg fæ til,
um hvar og hve nær vígslan skuli verða;
og öll mín kjör eg fel þèr svo að fullu,
og fylgist með þèr veröldina á enda.

(Fóstran kallar.)

Eg kem! — En sè þitt áform öðruvísi,
þá ætla eg að biðja þig.—(Fóstran kallar.)
Nú kem eg!—
að láta af þessu’ og lofa mèr að gráta.
Eg sendi’ á morgun.

Róm.: Sál mín deyi fyr —

Júl.: Nú, góðar nætur, þúsund-þúsund sinnum.

(Fer.)

Róm.: Ó, þúsund sinnum þyngri verða þær,
ef þú, mín bjarta heitmey, unir fjær. —
Sem barns í soll, er braut til vina greið;
sem barns úr solli spor frá vinum leið.

(Þokar sèr frá.)

Júl. (kemur aptur): Þeg, Rómeó! Nú vild’ eg rödd mín væri,
sem veiðimanns, sem laðar til sín hauk sinn;
en ófrelsið ei heyrist fyrir hæsi,
því annars skyld’ eg vekja alla álfa
og gjöra bergmál bjarga og dvergasteina
hásara en mig með ítrekunar ópi
hins kæra nafns, sem nefnist Rómeó!

Róm.: Það er mín sál, sem nefnir mig með nafni,
hve silfurskær er ómur ástarinnar
á náttarþeli; eins og inndælt söngspil
í eyrum þess er hlustar!
Júl.: Rómeó!

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0045.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free