- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
40

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Róm.: Já, elska!

Júl.: Nær á morgun má eg senda?

Róm.: Um dagmál.

Júl.: Það skal vera; þangað til
er’ tuttugu’ ár; en til hvers var það nú
eg kallaði’ á þig til að koma aptur?

Róm: Svo vil eg þreyja þangað til, þú manst það.

Júl.: Eg man það aldrei, svo þú allt af bíðir,
eg man það eitt, að eg vil vera hjá þèr.

Róm.: Og eg skal una, svo þú aldrei munir,
og muna’ ei annað, en eg sè hèr heima.

Júl.: Nú birtir ótt; eg óska nú þú farir,
en eigi lengra’ en yngismeyjar haukur,
sem hoppar fyrst af hendi lítinn spöl,
en óðar kippir í hann aptur bandið.
þann auma fanga, því hún tímir ekki,
þótt þyki illt og sárt, að sjá hann frjálsan.

Róm.: Ó, væri eg haukur þinn!

Júl.: Æ, vinur, já;
en ástarhót mín yrðu víst þinn bani.
Far heill; að kveðja sárt er bæði’ og sætt,
ei sólin fær svo ljúfa nóttu bætt.

(Fer)

Róm.: I brjóst þèr ró, á augu svefninn sæti!
í svefn þinn skyld’ eg breyta mèr, ef gæti.
Nú býst eg helgan föður Lárenz finna
og fá hans hjálp og gleði-lán mitt inna.

(Fer.)

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0046.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free