- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
42

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)


og fái’ hinn verri of mjög yfirráð.
er urtin sèrhver kjörin dauðans bráð.

(Rómeó kemur.)

Róm.: Sæll, helgi faðir!

Lár.: Herran blessi þig!
en hver er nú svo árla að finna mig?
Það vottar, ungi maður, óstillt geð,
svo árla dags að hafa kvatt sinn beð;
í gömlum hjörtum hugarsýkin býr,
og hvar hún tefur svefn af augum flýr,
en þar sem æskan lètt og kát í lund
sig leggur út af, fær hún sætan blund;
því segir mèr þín bráða fótaferð
þèr fylgi einhver vanstillt sundurgerð;
en sè það ei, þá sè eg annað skjótt,
að sofnað hefur Rómeó ei í nótt.

Róm.: Nei; sælli þó, en svæfi eg á dýnu.

Lár.: Minn sæli guð! — Þú varst hjá Rósalínu?

Róm.: Hjá Rósalínu? Nei, ó faðir, nei!
það nafn er gleymt og líka allt þess vei.

Lár.: Nú vel, minn son, en varstu hvergi þá?

Róm.: Eg vil nú hiklaust öllu skýra frá:
í veizlu fjandmanns vors í gær eg gekk
og grunlaus stóð, en í því skot eg fèkk,
eg skaut í mót; við beggja sollin sár
eg sæki til þín lyf, að batni fár ;
eg ber ei hatur, helgi faðir, sjá,
því heilsu mínum óvin vil eg fá.

Lár.: Seg ljósar, vinur, tala þú ei tál,
er tvíræð fá að launum skriptamál.

Róm.: Svo vit þá, öll mín ást er gróðursett
hjá einkadóttur voldugs Kapúlett,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0048.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free