- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
44

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

við ykkar band sú blessan mætti nást,
að breyttist ykkar feðra heipt í ást.

Róm.: Svo tefjum ei, því eirð mig vantar alla.

Lár.: Allt sè með hófi ; bráðir menn opt falla.

(Þeir fara.)

4. atriði.

Borgarstræti.

(Benvólíó og Mercútió koma.)

Merc.: Hver skollinn er orðinn af Rómeó?
Hefur hann ekki komið heim í nótt?

Benv.: Nei, ekki heim til föður síns; jeg talaði
við sveininn hans.

Merc.: Nú, það er þessi hvíta og steinharða
Rósalína, sem kvelur hann, svo hann missir vitið.

Benv.: Tíbalt, frændi gamla Kapúletts, hefur, trúi
jeg, sent heim til hans með brèf.

Merc.: Hólmgöngustefna, eins og jeg er lifandi!

Benv.: Þá lætur Rómeó ekki vanta svarið.

Merc.: Hver maður skrifandi ætti að geta
svarað brèfi.

Benv.: Nei, jeg meinti að hann mundi sýna þeim,
sem sendi brèfið, dáð móti dirfsku.

Merc.: Aumingja Rómeó, hann er sálaður þegar
minnst varir, sundraður svörtu auga hvítrar
kvennsniptar, skotinn gegn um hlustina af mansöngsvísu,
hittur í hjartans miðjan markdepil af hins blinda
bogsveigis oddlausu ör. Og hann á að vera maki
Tíbalts!

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0050.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free