- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
47

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Merc.: Þú veður reyk; hún hefði flóað niður,
Því jeg var nær því kominn í botninn, og var að
eyða því, sem eptir var í horninu.

Róm.: Þar kemur göfugur gestur!

(Fóstran kemur og Pètur á eptir með stóra sólhlíf.)

Merc.: Skip með seglum, skip með seglum!

Benv.: Nei, tvö, pils og peysa:

Fóstr.: Pètur!

Pètur: Jeg kem.

Fóstr.: Sólhlífina, Pètur!

Merc.: Já, flýttu þèr nú, Pètur minn, láttu
sólhlífina íyrir andlitið á henni, því af tvennu illu er
sólhlífin fríðari.

Fóstr.: Góðan daginn, dándissveinar!

Merc.: Góðar nætur, dándiskona.

Fóstr.: Finnst yður vera nótt?

Merc.: Einmitt það, heillin góð, því
ljettúðarhönd sólkringlunnar heldur nú um
hádegisprjóninn.

Fóstr.: Svei attan! — Hvers stands eruð þèr?

Róm.: Hann er skapaður sèr sjálfum til
fordjörfunar, madama góð.

Fóstr.: Svei mèr er það fallega sagt; sèr
sjálfum til fordjörfunar, seg’r ’ann. — En getur nokkur
ykkar dándissveina sagt mèr, hvar jeg geti fundið
hinn unga Rómeó?

Róm.: Það get jeg, en ungi Rómeó verður orðinn
eldri þegar þèr finnið hann en hann var þegar þèr
leituðuð hans; jeg er sá yngsti með því nafni, af
því annan verri vantar.

Fóstr.: Vel er talað.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0053.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free