- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
53

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Júl.: Nei, nei!—En þetta þekkt’ eg allt vel áður.
En vígslan? Anza, seg mèr, hvað hann sagði.

Fóstr.: Ó, höfuðpínan! Herra minn! mèr finnst
það ætli’ að molast nið’rí tuttugu mola.
Og þá er bakið! Ó, það bak, það bak!
Guð náði þig, að senda mig si svona,
og dingla nærri dauðri upp og ofan!

Júl.: Mèr þykir verst, að þèr er svona illt!
æ, góða, góða fóstra! hvað sagð’ elskan?

Fóstr.: Elskan segir eins og bezti drengur og
hæverskur og ljúfur og laglegur piltur segir; já,
eins og valmenni, það segi jeg satt. Hvar er
móðir þín?

Júl.: Hvar móðir mín sè—hvar heldurð’ hún sè?
nú, hún er inni.—En hvað þú spyr snubbótt:
„þín elska segir, eins og bezti drengur, —
hvar er þín móðir?“

Fóstr.: Milda himnadrottning!
Nú, þú ert aldrei heit; nú er jeg hissa;
og þetta á jeg að bera’ á bakið á mèr?
svo rektu sjálf þín erindi’ upp frá þessu!

Júl. : Nú, hvaða læti? Seg nú hvað hann sagði.

Fóstr.: Seg, fèkkstu leyfi að fara’ í dag til skripta?

Júl.: Já.

Fóstr.: Flýt þèr þá að finna munkinn Lárenz.
því bóndaefnið bíður þín við klefann —
þar ólmast blóðið út í hennar kinnar,
sem verða rauðar við þá minnstu nýjung;—
til kirkju beint, en eg fer aðra leið,
að sækja stiga, sem hann góða þinn
skal draga upp í hreiðrið þegar húmar;

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0059.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free