- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
54

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)


til yndis þèr eg allt af þrælka má,
en innan stundar muntu byrði fá.
Eg fæ mèr mat, en far þú klefans til.

Júl.: Já, fóstra sæl! nú brosir lán í vil.

(Þær fara.)

6. atriði.

Klefi Lárenzar.
(Lárenz og Rómeó koma.)

Lár.: Svo blessi Herrann heilagt samband ykkar,
svo harmar engir nái framar til vor.

Róm.: Já, Amen; komi þó hvað koma hlýtur,
því kvalir engar geta jafnast við
eitt augnablik við hennar yndis-ásýnd.
Svo legg þá hönd í hönd með helgri bæn
og hamist svo hinn ástum grimmi dauði,
því mèr er nóg, ef hún má heita mín.

Lár.: Slík ofsagleði steypist opt með ofsa
frá efstu tröppu; kyssi blossi púður,
er kossinn beggja bani; ljúffengt hunang
finnst mörgum væmið sökum eintóms sætleiks,
og sykrar ei, en skemmir fæðubragðið.
Ef þú villt unna lengi, unn með hófi;
þeir fara of seint, sem fara’ of hart, því jafnt
opt finnast slíkir komnir báðir samt.

(Júlía kemur.)

Þar kemur mærin. Lèttu, lipru fætur,
þið lýið síðla óslítandi grjótið!

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0060.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free