- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
56

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

III. þáttur.

1. atriði.

Borgarstræti.

(Mercútíó, Benvólíó, sveinn og þjónar koma.)

Benv.: Nei, snúum aptur; komum, kæri vinur,
því nú er heitt, eg Kapúlettar koma,
og ef vèr hittumst, verða vígaferli;
á heitum dögum hitnar fyrri blóðið.

Merc.: Þú ert einn af þeim seggjum, sem óðara
fleygja sverðinu á borðið, þegar þeir koma inn í
drykkjustofudyr, og segja: Guð gefi að jeg þyrfti
nú ekki á þèr að halda ; en óðara en næsta hornið
er tekið að hrífa, berja þeir því á byrlaranum, þótt
enginn nefni, að neitt sè í efni.

Benv.: Og er jeg líkur slíkum segg?

Merc.: Og það er enginn þvílíkur funi til á allri Ítalíu;
þú ert jafnfljótur til að æsast til æðis og að
æða, þegar þú æsist.

Benv.: Haltu áfram.

Merc.: Ef við ættum tvo aðra slíka, ættum við
bráðum engan, því þeir dræpu hvor annan. Nú, þú
þýtur í mann, ef hann hefur eitt hár í skeggi fleira
eða færra en þú hefur. Þú rýkur í mann, sem er
að bijóta hnetur, fyrir þá einu sök. að þú hefur
hnotuleit augu. Hvaða auga gæti fengið sèr eins
lítið til, nema annað eins auga? Þinn haus er eins
útsteyttur af þrasi og þráttan, eins og egg af átu,
og þó hefur þinn skalli verið mulinn, svo hann varð

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0062.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free