- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
57

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

eins meyr og eggjamatur, fyrir rifrildi. Þú háðir
einu sinni hólmgöngu við mann fyrir þá sök, að
hann hóstaði á strætinu svo hátt, að hundurinn þinn
hrökk upp, þar sem hann svaf i sólskininu. Óðst’
ekki upp á skraddara fyrir það, að hann gekk í
nýja bolnum sínum fyrir páska? Og barðir þú ekki
á öðrum fyrir það, að hann batt á sig nýja skó með
fornum þvengjum? Og þó býðst þú til að halda
mèr í skefjum.

Benv.: Neif væri jeg annar eins óeirðarseggur
og þú ert, þá mundi enginn áræða að bjóða veð fyrir
líf mitt hálfan annan klukkutíma.

(Tíbalt og fleiri koma.)

Við höfuð mitt! þar koma Kapúlettar.

Merc.: Við hæla mína! stendur mèr á sama.

Tíb. (við förunauta sína): Eg þarf að finna þessa;
fylgið mèr. — Gott kvöld þèr, herrar, eitt orð við
einhvern yðar.

Merc.: Eitt orð við einhvern okkar? Það er
ekki nóg. segðu heldur eitt orð og eitt högg.

Tíb.: Ekki skal það vanta, ef þið gefið mèr efni
til.

Merc. Getið þið ekki náð í efni, nema ykkur
sè gefið það?

Tíb.: Þú ert víst samróma við Rómeó?

Merc.: Samróma! Ætlar þú að gjöra okkur að
fiðlurum? gjörir þú okkur það, skulum við verða
þér hjáróma. Hèr sèrðu fiðlubogann minn; hann
skal kenna þèr dansinn. Farðu bannsettur; hjáróma,
þó, þó.

Benv.: Við þráttum hèr i áheyrn allra manna,
því gjörum annaðhvort, að ganga’ í launkrók,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0063.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free