- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
58

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

eða’ ella hjölum hljótt um deilumál vor,
og skiljum svo, því allir á oss glápa.
Merc.: Nú, augun hefur hver að horfa með þeim,
og horfi sá sem vill, því eg fer ekki
eitt fet á hæli, hver sem á mig skorar.

(Rómeó kemur.)

Tíb.: Nú, frið við þig, því karlinn minn er kominn.
Merc.: Ef hann er þinn karl, máttu hengja mig,
og gakk nú fram og finndu hann og spyrðu,
hvort vilji’ hann gefast upp og gjörast þinn!

Tíb.: Mitt hatur, Rómeó, bannar mèr að bjóða
þèr betra nafn en þetta: níðings-þrællinn!

Róm.: En hvöt mín, Tíbalt, til að elska þig,
hún eyðir þeirri heipt, sem ella sprytti
við ávarp þitt—eg á ei níðingsnafn;
en vertu sæll, eg veit þú þekkir mig ei.

Tib.: Nei, kögursveinn! eg þigg ei þessar bætur
í glæpa þinna gjöld ; nei, komdu, dragðu!

Róm.: Eg sver þèr dýrt, eg áreitti þig aldrei,
en ann þèr heitar en þig getur grunað,
unz heyrir þú hvað minni velvild veldur;
svo ver nú spakur, kæri Kapúlett,
ei kærra er mèr sjálfs míns nafn, en þitt er.

Merc.: Þú, spaka, rýrðar-arga undirgefhi! —
að hrinda slíku þarf vort sverð að svara.
Kom móts við mig, þú mús-drepandi Tíbalt!

(Bregður.)

Tíb.: Hvað viltu mèr þá, maður?

Merc.: Og ekki neitt, kattakóngur sæll, nema
að ná einu af níu lífunum þínum; það skal jeg
hrifsa frá þèr, en hin átta ætla jeg að lúbeija,
þegar þú næst verður í flasinu á mèr. Viltu nú draga

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0064.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free