- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
61

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

(Þeir berjast; Tíbalt fellur.)

Benv.: Flý, Rómeó! burtu; borgararnir koma,
og Tíbalt liggur lík; ó, statt’ ei hèr!
því furstinn óðar dæmir þig til dauða,
ef þú ert tekinn; burtu hèðan, burtu!

Róm.: Ó, eg er auðnufífl.

Benv.: Því fer þú eigi? (Rómeó fer.)

(Borgarar koma.)

1. borg.: Hvern veg hljóp sá, sem Mercútíó myrti?
En morðinginn hann Tíbalt, hvert fór hann?

Benv.: Hèr liggur Tíbalt.

1. borg.: Heyr þú, herra góður;
í furstans nafni! fylg þú oss og kom nú!

(Furstinn kemur með föruneyti, Montag, Kapúlett og konur þeirra
o. fl. koma.)

Furst.: Seg, hverjir vöktu þenna illa ófrið?

Benv.: Heyr mig, ó, fursti! frætt eg get þig snjallt
um ferlegt stríðið, hversu til gekk allt;
Hèr liggur sá, er Rómeó vaskur vó,
og vin hans drap, þinn frænda Mercútíó.

Frú Kap.: Æ, góði Tíbalt, barn hans bróður míns;
æ, beiska sjón, að horfa’ á frænda síns
lík fyrir augum. — Heyr mig, herra góði,
æ, hell nú út í staðinn Montags blóði! —
Æ, frændi, frændi!

Furst.: Benvólíó, hver blès að þessum kolum?

Benv.: Hinn bráði Tíbalt, hvern að Rómeó felldi;
en Rómeó mælti hlýtt til hans og hvatti’hann
að hyggja að, hve sakir væri litlar,
og annars vegar yðar tignar reiði;
en hvorki hógværð, hæversk orð nè blíða

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0067.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free