- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
63

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

það hefir mínu blóði saurgað jörðu,
og hefnd vor skal svo hart að yður ganga
að harma vora munið tíma langa;
eg daufheyrist við yðar bænum öllum
og öllum boðum, veini’ og táraföllum;
því reynið slíkt ei. — Flýi’ hann burtu fljótt,
því finnist hann skal líf hans enda skjótt.
Fær líkið brott. — Vor lög skal sèrhver virða,
sú líkn er morð, sem hlífir þeim, sem myrða.

(Þeir fara.)

2. atriði.

Herbergi í húsi Kapúletts.

(Júlía.)

Júl.: Eldsnöru hestar, skundið fráum fótum
til Föbuss heim; hinn bráði sólguðs sonur
nú skyldi halda’ á keyri hans og keyra
svo kerra’ og hestar steyptust nið’r í vestrið,
og koldimm nóttin kæmi’ á augabragði.—
Þú elskendanna fóstra, fölva njóla,
svæf dagsins brá og drag nú tjald þitt fyrir;
leið unnustann í ástarfaðmlag mitt,
svo enginn heyri fögnuð vorn nè sjái;
því elskan ber í yndisleik sín sjálfs
sitt eigið ljós, og þó að hún sè blind
er nóttin henni hollust. — Blíða njóla!
með dygðaskartið dökkt sem heiðvirð kona,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0069.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free