- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
65

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Æ, það er alveg úti’ ura okkur, Júlía;
æ, hann er farinn, myrtur, deyddur, dáinn!

Júl: Svo harðbrjóstaður er ei himinn Guðs.

Fóstr.: Nei, enginn himinn, heldur þessi Rómeó,
nei, enginn himinn. Rómeó, Rómeó, Rómeó!
hver hefði getað haldið slíkt um þig?

Júl: Er kominn ár, að kvelja úr mèr lífið?
þær kvalir eiga’ að ýla neðst í víti. —
Drap Rómeó sig sjálfan? segðu já,
og þetta eina já er eiturfyllra
en augnaráð hins banvænasta höggorms;
það grimma já mig gjörir strax að ná.
Seg, er hann dáinn? anza skjótt, seg, já,
en ef hann lifir: nei; eg gef þèr völ
með skjótu svari’ að skipta’ um sælu’ og kvöl.

Fóstr.: Jeg sá hans sár með mínum eigin augum;
Guð hjálpi mèr! — í gegnum blessað brjóstið,
hann lá þar lík, sem blóðugt, bólgið lìk,
svo blóðlifrarnar hèngu;—jeg fèkk svima.

Júl: Æ, brest mitt hjarta, brest mitt auma hjarta,
og hættið augu’ að horfa’ á lífsins ljós,
verð hold að mold, og leggst í dauðadöf,
og dveljum bæði tvö í sömu gröf!

Fóstr.: Æ, Tíbalt! Tíbalt! vænsti’ og bezti vinur!
minn ástúðlegi ungi tignar-Tíbalt!
jeg hlaut að lifa’ og líta’ upp á þig dauðan.

Júl: Nú, hivaða stormar steðja hvor mót öðrum?
dó Rómeó? dó Tíbalt? dóu báðir?
minn frændi kær og miklu kærri maður?
Svo blás til dómsins dauðans ógna lúður,
því hver er lífs að liðnum þessum tveimur?

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0071.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free