- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
66

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Fóstr.: Tíbalt er deyddur, Rómeó rekinn burtu,
já, Rómeó fer í útlegð, hann drap Tíbalt.

Júl.: Ó, mildi Guð! og myrti Rómeó Tíbalt?

Fóstr.: Hann myrti’ hann, jú, hann myrti’ hann, æ mig auma.

Júl.: Æ, höggormshjarta undir æskublóma!
svo fagurt hýði átti engin naðra,
gullfagri böðull! engilfagri ár!
þú hrafn í dúfuham! þú ljón í lambsmynd!
þú guðdóms-fmynd með svo illu eðli!
svo alveg gagnstætt allt við það sem sýnist, —
heiðvirður fantur, helgur sakamaður! —
O, náttúra, hvað varstu’ að gjora í víti
að vondan ár þú skyldir taka’ og klæða
svo Eden-fögru, ljúfu líkams-holdi?
Var nokkru sinni samin lèleg bók,
og sett í þvílíkt gullband? Gat þá flærðin
í svona bjortum bústað átt sèr hæli?

Fóstr.: Æ neif hjá körlum finnst ei trú nè trygð,
þeir sveija, ljúga, svíkja, tæla allir,
eiðrofar, fantar allir saman, allir! —
Æ, hvar er Pètur? heyrðu, gef mèr staup!
Slíkt eymdarfár og ósköp koma mèr
í andarslitrin. — Ólánsskömmin Rómeó!

Júl.: Nei, fúni úr þèr tungan fyrir þetta;
því skömmin mætti skammast sín að sitja
á höfði hans, þar heiðu’rinn ætti’ að krýnast
til einvalds konungs allrar heimskringlunnar.
Eg var frá viti’ að ámæla’ honum áðan.

Fóstr.: Jú, þú vilt blessa banamann þíns frænda!

Júl.: Því skyldi’ eg ekki blessa eigin mann minn?

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0072.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free