- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
67

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Vesali ástvin! ætli nokkur fegri
þitt nafn, ef eg það níði, konan sjálf,
sem búin er að eiga þig vart dagsmark!
En seg mèr, slæmi, til hvers drapstu Tíbalt?
Hinn slæmi Tíbalt vildi myrða mann minn.
Til uppsprettu’ ykkar, einfeldningar, tár,
því ykkar regp er sorgarinnar skattur,
sem gleðinni þið gefið óvitandi.
Minn maður slapp frá morðingjanum Tíbalt,
og morðið lenti’ á Tíbalt, ei á honum:
allt þetta’ er hugfró; hverju græt eg þá af?
Nei, til er orð, sem Tíbalts falli’ er verra
og myrðir mig; ó, gæti eg því gleymt!
en það er fast í minni mínu, rètt eins
og banvænt brot í sálu syndugs manns:
„Tíbalt er dauður, Rómeó rekinn burtu“,
Rómeó! útlegð! eina orðið útlegð
er tíu þúsund Tíbalts líka bani;
hans fall var nóg, þótt ekki væri annað;
en vilji’ ei sorgin vera ein á ferð
en þyki betra’ að fleiri sorgir fylgist,
því var ei sagt, ersagtvar: „Tíbalt dauður“,
og faðir þinn og móðir bæði myrt?
Það hefði vakið venjulega sorg.
En bak við Tíbalts morð var fylgifiskur:
„hann fer í útlegð“ — þetta drepur niður
minn föður, móður, mig og Rómeó, Tíbalt,
svo enginn lifir. — Útlegð! Rómeó, útlegð!
Slíkt náhljóðs orð má engin tunga taka,
það takmark vantar, hæð og breidd og maka.
En seg mèr, hvar er faðir og móðir mín?


<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0073.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free