- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
69

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

já, helzt of títt er þèr við þraut að búa;
en nú skal fræða þig um furstans úrskurð.

Róm.: Og hann er fráleitt væg’ri en dauðadómur?

Lár.: Af vörum hans fèll vægri dómsúrskurður:
ei líkamslát, en líkams útlegð, var hann.

Róm.: Nei! útlegð! vert mèr vægur, segðu: dauði!
því útlegðin er ofboðslegri í framan
en dauðinn sjálfur; segðu’ ei útlegð, maður!

Lár.: Úr Verónu þèr vísað er í útlegð;
en ber þig vel, því veröldin er stór.

Róm.: Nei, engin veröld utan Verónsborgar!
tómt hreinsunarbál og heljarglóð og kvalir!
og útlegð héðan útlegð er úr heimi
með öðru nafni: dauðinn; þetta útlegð
er tómur dauðinn nefndur röngu nafni.
Með útlegðinni höggurðu’ af mèr höfuð
með gylltri öxi’, og glottir við um leið.
og gengur þú á milli bols og höfuðs!

Lár.: Ó, banvæn synd og bannsett vanþakklæti!
vor lög þig dæma dræpan, hefði’ ei furstinn
þinn málstað tekið, troðið niður lögin
og breytt í hlýja útlegð hörðum dauða;
og slíka miskunn viltu’ ei viðurkenna!

Róm.: Nei, engin miskunn! Hèr er himnaríki,
því hèr er Júlía. Kettir, mýs og rakkar
og hvert hið minnsta mý er hèr á himnum,
því þessu er leyft að sjá og horfa’ á hana,
en ekki Rómeó. Hærra lán og hylli
og hamingju á flugan þó en eg,
hún snertir undra bjartleik hennar handar
og sýgur sáluhjálp af hennar vörum,
þeim gyðjum, sem að geyma skírleikseldinn,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0075.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free