- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
71

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

(Kastar sèr niður; barið.)

Lár.: Upp! Það er barið. — Rómeó, fel þig, fel Þig!

Róm.: Nei, ekki fyr en sorgarsog míns hjarta
með svortum skýjum geta fólgið mig.

(Barið.)

Lár.: Þeg, enn er barið. — Hver er úti? — Statt’ upp!
þeir ná þèr annars, statt’ upp snöggvast, upp, upp!
í klefann! — Eg kem nú senn — Æ, Guð minn!
hvað gengur á? — (Barið.) Eg kem, eg kem
nú þegar. (Barið aptur.)
Hver ber svo ótt? Nú, hvaðan að og hvert þá?

Fóstr. (úti.): Æ, hleyp mèr inn, svo erindið þú heyrir.
Eg kem frá Júlíu!

Lár.: Kom þá heil og sæl!

(Lýkur upp og fóstran kemur inn.)

Fóstr.: Ó, helgi munkur, helgi munkur, seg mèr,
hvar maður hennar, hvar hann Rómeó er!

Lár.: Við gólfið þarna’, af gráti sínum drukkinn.

Fóstr.: Svo hann er eins og húsmóðirin, allt eins.

Lár.: Ó, sorgar-samband! aumkvunarlega eining!

Fóstr.: Hún liggur allt eins, grætur, veinar, grætur.
Statt’ upp, statt’ upp! ef ertu maður; upp, upp!
í Júlíu nafni; í nafni hennar, statt’ upp,
og dey ei í svo djúpu voli.

Róm. (stendur upp): Fóstra!

Fóstr.: Og jæja, herra; dauðinn endar allt.
Róm.: Um Júlíu? Hvað þá? hvernig líður henni?

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0077.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free