- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
72

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

hún hyggur mig víst hertan manndrápara,
því eg hef saurgað barndóm okkar blíðu
með blóði, sem var náskylt hennar sjálfrar.
Seg, hvernig líður? segðu mèr, hvað segir
mín nýgipt frú um nýupprifnar tryggðir?

Fóstr.: Hún segir ekkert, grætur allt af, grætur,
og fleygist ýmist flöt á rúmið eða
hún sprettur aptur upp og kallar Tíbalt
og Rómeó og rýkur út af aptur.

Róm.: Já, eins og nafn mitt stykki’úr steyttri byssu
og deyddi hana, allt eins og það áðan
með óguðlegri hendi myrti Tíbalt.
Ó, seg mèr, munkur, seg mèr, hvar er nafn mitt
í þessu auma holds míns hreysi fólgið,
eg rek það burt úr skúmaskoti þess?

(Dregur sverð sitt.)

Lár.: Gæt þinnar óðu handar! ertu maður?
Þitt útlit vottar karlmann, tár þín konu,
og allt þitt tryllta æði skynlaust dýr.
Vansköpuð kona í velsköpuðum manni,
og versta dýr þar hvorutveggja mætist!
þú hræðir mig, við helga reglu mína!
Eg hèlt þig kunna hóf og stilling betur;
þú myrtir Tíbalt, vilt nú vega þig
og vega hana um leið, sem lifir í þèr,
er leggja ferðu glæpshönd á þig sjálfan.
Þú blótar þínum burði, himni, jörðu,
þótt burður, jörð og himinn í þèr mætist
í einni þrenning; þessu viltu kasta.
Svei, svei! þú flekkar manndóm, mannvit, ástir,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0078.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free