- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
73

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

er maurakarli viltu heldur líkjast,
en neyta rètt svo stórrár gáfnagnægðar,
og göfga þar með vit þitt, ást og manndóm.
Þín fríða mynd er mynd úr tómu vaxi,
ef manndóm vantar til að festa hana,
og eins er ást þín eiðrof, þótt þú sverðir,
ef banarðu’ henni, sem þú hèzt að elska;
þitt mannvit, prýði manndóms þíns og ástar,
afskræmir þú með beggja hinna hrösun,
þín heimska’ og hranaskapur kveykir í því,
sem hermaður í hirðuleysi kveyki
í púðurhorni sínu, svo þèr verður
að falli það, sem falli skyldi verja.
Upp, hresstu hugann! Júlía þfn lifir,
sem kom þèr áðan til að æskja dauðans.
Er þetta ei lán? Að þig ei Tíbalt drap,
en þú drapst hann: er það ei annað lánið?
Þau lög, sem heimta líf þitt, hlífðu þèr
og dæmdu útlegð; einnig það varð lán þitt.
Í hópum rigna höppin yfir bak þitt,
og klædd í skart sitt leikur við þig lukkan,
en þú ert eins og köld og kenjótt stúlka,
þú kurrar móti farsæld þinni’ og elsku.
Ó, gæt þín, gæt þín! slíkt fær illan enda!
Far, sem þú hugðir, finn þú ástmey þína,
stíg upp til hennar, huggað’ hana vel,
en tef ei þar unz varðmenn setja verði,
því úr því kemst þú ei til Mantúu;
þar skaltu vera unz vèr getum auglýst
þitt hjónaband og sættum ykkar ættfólk,
og friðum þig við furstann; síðan kallast
þú heim með miljón sinnum meiri fögnuð,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0079.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free