- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
77

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

öll næturljósin eru að brenna út,
og kátur dagur tyllir niður tánum
á tindinn þarna, sem er hulinn mistri.
Á burt að lifa, eða bíða’ og deyja?

Júl.: Nei, ljósið þarna, það er engin dagsbrún,
nei, heldur loptsjón, andi sællar sólar,
er sendir hún þèr, að þú skulír rata
til Mantúu með þessu bjarta blysi;
æ, dvel því enn, og bíð þú lítið lengur.

Róm.: Svo nái þeir mèr; lát þá taka líf mitt,
eg er þess fús, ef elskan mín þess æskir.
Eg sè þá ekki auga morgundagsins,
en endurskin frá fölum hvarm á Venus,
og ekki voru lævirkjans þau ljóðin,
er hljómuðu’ yfir höfðum okkar áðan.
Nei, miklu síður fer eg burt en bíð,
mín brúður vill það; dauðann fús eg líð.
Hvað lízt þèr? tölum; enn ei dagur er.

Júl.: Nei, eg sè daginn! Burt! ó, forða þèr!
Lævirkinn er það, sem nú syngur öfugt,
hjáróma rofur, hart og óviðfeldið,
menn segja’ hann skilji samhljóm margra radda,
en varla þessi, því hann skilur okkur.
Við eðlu skipti’ hann augum, segir sagan,
því höfðu þau ei hljóða skipti líka?
því rödd hans skilur okkar ástar fund
og eltir þig, en truflar dagsins blund.
Þú hlýtur fara, dagur birtir borg.

Róm.: Sem birtan vex, eins dimmir nú af sorg.

(Fóstran kemur.)

Fóstr.: Frú mín!


<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0083.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free