- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
80

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

sem beina honum sömu leið og Tíbalt;
þá hugsa eg þú hressist og þèr nægi.

Júl.: Mèr nægir aldrei neitt, hvað snertir Rómeó,
fyr en eg sè hann orðinn andað lík,
svo viðkvæmt er mèr fráfall þessa frænda.
Og gætir þú nú fundið mann, sem fær er
að flytja honum eitrið—skal eg blanda,
og lát svo Rómeó smakka, og síðan sofa
í náðum.—Æ, mig hryllir við að heyra
það nafnið nefht og ná þó ekki til hans,
að láta koma kærleik minn til Tíbalts
í koll þeim manni’ er honum varð að bana.

Frú K.: Finn þá upp meðul, manninn finn eg sjálf.—
En nú til gleðifrètta, góða dóttir!

Júl.: Já, gleði þurfum við á þessum dögum.
Hver er sú gleðin, góða móðir, seg mèr?

Frú K.: Umhyggjusaman áttu föður, dóttir,
hann vill nú hrinda harmi þessum frá þèr
og hefur ráðið þèr einn gleðidag,
er varði minnst; eg vissi það ei sjálf.

Júl.: Svo, hvað er þetta! hver er þessi dagur?

Frú K.: Á fimmtudaginn árla, barn mitt bezta,
mun bíða þín í sankti Pèturs kirkju
hinn fríði, ungi og góði greifi París,
og gjöra þig á sælli stundu brúður.

Júl.: Eg sver við Pèturs kirkju og sjálfan Pètur
á sælli stund eg verð þar ekki brúður.
Mig undrar þetta fum, ef eg skal giptast,
og enginn maður hefur enn mín beðið;
æ, móðir, segðu mínum herra föður,
eg vilji’ ei giptast enn, en skuli’ eg giptast,
þá giptist eg þó miklu heldur Rómeó,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0086.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free