- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
81

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

þeim sem eg hata, heldur en þessum París.
Jú, þetta voru þægilegar frèttir:

(Kapúlett kemur.)

Frú K.: Þinn faðir kemur, seg nú honum svar þitt,
og heyrðu hverníg honum líkar við þig.

Kap.: Við sólarfallið fellur dögg úr lopti;
við sólarfall og andlát okkar frænda,
þá kemur hvolfa. Hvaða, hvaða vatnsbúr
er barnið orðið! allt af ertu’ að gráta.
Já, allt af rignir; ekki’ er stór þinn kroppur,
og er þó bæði straumur, skip og stormur:
í augum þínum fellur: að og út,
svo ekki vantar hvað eg kalla straumsjó,
en kroppurinn er skipið, sem að siglir
hið salta haf, en storminn mynda stunur,
sem stríða’ á tárin og svo þau í mót,
og komi’ ei bráðum hægð, þá hvelfist fleytan
í hafrótinu. — Heyrðu, kona, er búið
að segja henni okkar fasta áform?

Frú K.: Jú, víst, en stúlkan vill ei þakka fyrir;
hún ætti’ að giptast gröfinni sinni, fiónið!

Kap.: Hvað segir þú? hvað segir þú mèr, kona?
hún vill það ekki? þakkar okkur ekki?
hún metnast ekki? kallar sig ei sæla,
er útvegtim við henni einskisverðri,
í bónda stað hið bezta göfugmenni?

Júl.: Eg býð ei metnað, heldur miklar þakkir,
því metnast get eg ei af því, sem hata’ eg,
en þakkað hatur, ef frá elsku kemur.

Kap.: Nei, heyr á vífilengjur! heyr á! hvað þá?
„Eg metnast ekki — þakka — þakka ekki!“

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0087.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free