- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
86

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

eg hef því enn þá talað fátt um ástir;
í sorgarhúsum hlær ei ástargyðjan.
En faðir hennar hyggur það sè háski,
ef harmur þessi fær svo lausan tauminn,
og flýtir því af varúð okkar vígslu
og vill nú stöðva hennar táraskúrir;
í einverunni elnar henni sorgin,
en ætti’ að réna skjótt á gleðimótum.
Nú vitið þèr, hvað veldur þessum hraða.

Lár. (afsíðis): O, að eg vissi’ ei fyllri þörf á fresti—
(hátt) Þar kemur hún í klefann, herra, til mín.

(Júlía kemur.)

Par.: Kom heil, mín inndæl frú og eiginkona!

Júl.: Þá fyrst, minn herra, þegar það er orðið,

Par.: Það verður nú um fárra daga frest.

Júl.: Ef forlög vilja líka.

Lár.: Svo fer bezt.

Par.: Þèr viljið skriptast fyrir þessum föður?

Júl.: Eg skriptast fyrir yður, ef eg svara.

Par.: Svo dyl hann eigi þess, að elskið mig.

Júl.: Eg dyl ei yður þess, eg elski hann.

Par.: Og ekki síður hins, að mig þèr elskið.

Júl.: Og gjöri eg það, er þvílík játning betri
á bak við yður en í opin eyru.

Par.: Fast hefur hryggðin herjað yðar kinnar.

Júl.: En hryggðin hefur lítinn sigur unnið.
því kinnin átti’ ei mikið til að missa.

Par.: Þèr meiðið hana meir en tár með þessu.

Júl.: Það er ei rógur, heldur satt, minn herra,
og eg á með, þótt andlit mitt eg tali’ um.

Par.: Þú rýrir andlit mitt með ræðu þinni.

Júl.: Þáð má svo vera, mitt er það ei framar. —

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0092.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free