- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
87

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

En heyr, minn faðir, hefur þú nú tíma,
því ella bíð eg óttusöngs í kvöld?

Lár.: Eg hefi tíma, hrellda dóttir, komum.—
En, herra greifi, gefið okkur næði.

Par.: Guð forði mér, að fipa helga athöfn. —
Á fimmtudaginn vek eg yður snemma.
Far vel, og þiggið þenna helga koss.

(Fer.)

Júl.: Læs dyrum klefans; kom svo mèr að hjálpa
að gráta, því öll von, hjálp, vörn er horfin.

Lár.: O, Júlía, eg veit um allt þitt ólán,
sem yfirgengur jafnvel sjálfs mfn stilling;
eg heyri sagt þú hljótir tafarlaust
á fimmtudag að giptast þessum greifa.

Júl.: Seg ekki, munkur, hvað þú hafir heyrt,
ef hefirðu’ engi ráð að segja við því;
ef þú, svo vitur, hefur enga hjálp,
þá hrósa þú nú mínu vizku-ráði,
að knífur þessi stytti mínar stundir.
Guð gaf mèr Rómeós hjarta, hönd hans þú;
ef hönd mín þessi, sem þú innsiglaðir
með hans, skal aptur innsiglast til annars,
og hjarta mitt með svikum seljast öðrum —
skal þessi láta báðum blæða fyrri.
Svo finn nú ráð af reynslu langrar æfi,
sem hjálpi óðar; annars sjáðu nú,
hve þessi blóðgi knífur miðlar málum
í milli mín og örvæntingar minnar,
og sker úr því, sem öll þín ár og reynsla
með engum heiðri varð að gefast upp við.
Eg bíð ei svars, en búin stend að deyja,
ef bót og líkn þú dregur mèr að segja.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0093.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free