- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
89

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

skal eðli halda, en hætta öllum slætti,
og enginn varmi, engiun andardráttur,
skal bera vott, að lífsmörk hjá þèr leynist,
þá kólna og deyja kinnarósir þínar,
og augna þinna ljórar skulu lokast,
því lífs þíns sólskin grípur skuggi dauðans,
og sèrhver limur, sviptur eðliskrapti,
skal sýnast stirður, visinn, kaldur dauður.
Og nú með þessa mynd hins dimma dauða,
þú dvelja hlýtur fernar tíu stundir,
og vaknar þá, sem eptir sætan svefn.
Og morgun þann, sem mannsefnið nú kemur,
að sækja þig frá sænginni’ — ertu dáin,
og munt svo — eptir vorrar borgar venju —
strax verða borin, búin dýru skarti,
á opnum börum burt og niður látin
í hina gömlu grafarhvelfing fólks þíns,
þar allir Kapúls ættar skulu hvíla.
En tímann milli, þar til þú skalt vakna,
þá sendi’ eg brèf og segi þetta Rómeó,
og vökum, unz þú vaknar, báðir hjá þèr,
og sömu nótt skal Rómeó þèr ræna,
og með sèr hafa beint í Mantúu borg.
Sjá, þannig frelsast þú frá spjöllum þessum,
ef engin kveifarlund nè kvenna hræðsla
þig kjarki rænir, þegar mest á liggur.

Júl.: Æ, fá mèr, fá mèr! Nefndu engan ótta!

Lár. (fær henni kerið): Svo tak þá við, og vertu sterk
og lánsöm í þinni ætlun; eg skal nú án tafar
til Mantúu senda munk með brèf til Rómeós.

Júl.: Ó, gef mèr krapt þinn, ást, svo kraptur sá

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0095.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free