- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
91

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

míns þrályndis og þverúðar við ykkur
og ykkar vilja; hèt því helgum föður,
að falla fram til fóta þèr og biðja
um fyrirgefning; gef mèr nú upp sakir;
eg vil þèr hlýða hèðan af í öllu.

Kap.: Nú, send til greifans, segið honum þetta,
því eg læt þetta bandið binda’ á morgun.

Júl.: Eg fann hinn fríða greifa’ í klefa munksins
og sýndi honum öll þau ástaratlot,
sem ekki meiddu hæverskunnar reglur.

Kap.: Nú, eg verð feginn, flýt þèr, stattu upp!
það fer að lagast. Lát mig ná í greifann.
Nú farðu, seg’ eg, sæktu hingað greifann.
Jú, það veit Guð, að þessi helgi faðir
á þakkir skilið hèr af vorri borg.

Júl.: Kom, fóstra mín, og fylg mèr inn og sýn mèr
það skart, sem viltu velja mèr til morguns.

Frú K.: Ei fyrri en á fimmtudag; það nægir.

Kap.: Nei, farðu, fóstra, á morgun verður vígslan.

(Júlía og fóstran fara.)

Frú K.: Við verðum sein með viðurbúning okkar,
því nú er kvöld.

Kap.: Og kvídd’ ei, eg skal skurka,
og allt skal hjálpast, heillin, vertu viss;
far þú til Júllu, komdu henni’ í klæðin,
eg ætla’ að vaka, skipt þér ekkert af því,
eg ætla’ að vera einu sinni konan. —
Þeg, heyrið! — er þar enginn? — nú eg fer
þá sjálfur út og segi París greifa,
hann eigi að búast árla dags að morgni.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0097.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free