- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
92

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Já, mèr er orðið undra lètt um hjartað,
að hún gekk í sig aptur, þrákálfstelpan.

(Þau fara.)

3. atriði.

Herbergi Júlíu.

(Júlía og fóstran koma.)

Júl.: Já, þetta klæðir bezt; en kæra fóstra,
lof mèr að vera einni inni’ í nótt,
því nú er þörf að biðja margra bæna,
að Herrann vildi líta’ í líkn til mín,
sem, eins og þú veizt, er svo þrá og syndug.

Frú K. (kemur): Er mikið eptir ógjört? skal eg hjálpa?

Júl.: Nei, móðir, hèr er allt í röð og reglu,
sera þarf að hafa handa mèr á morgun;
en leyfist mèr, þá lát mig vera eina,
því fóstra mín á ferli verður með þèr;
eg veit þið hafið ósköp öll að gjöra
í þessu nýja striti.

Frú K.: Góðar nætur!
Far þú til hvílu, þú ert þreytt og sofðu.

(Frú Kap. og fóstran fara.)

Júl.: Æ, góðar nætur! — Guð veit nær við sjáumst. —
Ískaldur hrollur heltekur mig alla,
sem hiti bjóðsins ætli að verða’ að frosti. —
Eg kalla svo þær komi’ að hugga mig; —
þeg, fóstra!—Hvað á hún að gjöra hingað?

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0098.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free