- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
94

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Ó, ef eg vaki, verð eg ekki hamslaus
af öllum þessum ímynduðu feiknum?
og fer að kasta kjúkum afa minna,
og draga Tíbalts höggvið lík úr hjúpnum,
og gríp í þessum ærslum grotna hnútu
úr risavöxnum frænda og reiði upp,
sem kylfu, unz eg klíf mitt eigið höfuð! —
Þeg, þeg! mèr sýnist svipur Tíbalts kominn,
og svipast eptir Rómeó, er olli
hans bráða dauða.—Bíddu, Tíbalt, bíddu! —
Nú, kem eg; Rómeó,—þín sè þessi skál! —

(Hún drekkur af bikarnum, og verpur sèr á sængina.)

4. atriði.

Salur hjá Kapúlett.

(Frú Kap. og fóstran koma.)

Frú K.: Tak lykla þessa, leita’ að meiru kryddi.

Fóstr.: Þeir biðja um epli’ í eldhúsinu og kvoðu.

(Kapúlett kemur.)

Kap.: Fljótt, herðið ykkur, haninn galar aptur
og morgunklukkan hringir. Þrjú slær klukkan.
Þú, Angelíka, annast þessar kökur,
og sparaðu’ ekkert.
Fóstr.: Hvaða blessað búrsnat!
Nei, farið þèr nú heldur inn í hvílu;
þèr veikizt nú af vökum strax á morgun.

Kap.: Og varla, eg hef vakað fyr en þetta,
og vakað út úr minna’ og aldrei sýkzt.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0100.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free