- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
95

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Frú K.: Já forðum daga varstu vökuskarfur,
en eg skal vakta þig, að vaka’ ei núna.

(Frú Kap. og fóstran fara.)

Kap.: Já, hrædd um karlinn, hrædd um karlinn.—
Heyrðu, hvað kemur þú með?

(Þjónar koma með steikarateina, skíði og karfir.)

1. þjón.: Það er handa kokknum,
en hvað það er eg veit ei.

Kap.: Flýt þèr, flýt þèr.

(Þjón. fer.)

En sæk þú betri við, og sækið Pètur,
að segja hvar hann finnist.

2. þjón.: Eg þarf ei Pèturs,
því hèr er haus, sem hefur staurkarls vit.

Kap.: Já, þú ert staurkarl, strákur; það var hnittið,
ha, ha,—en heyrið, það er orðið albjart;
nú heyrist senn til hljóðfæranna greifans;
hann hèt mèr því. — Nú heyrist hvar hannn kemur.

(Til hljóðfæra heyrist baka til við.)

Þeg, fóstra! kona! Heyrið, heyrið, fóstra!

(Fóstran kemur.)

Vek dóttur okkar, dubbaðu’ hana vel upp,
eg fer á móts við París.—Flýt þèr, flýt þèr!
Já, flýtið ykkur, brúðguminn er kominn!
Og flýtið ykkur!

(Þau fara.)

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0101.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free