- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
97

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)


Fóstr.: Æ, hún er dauð og steindauð! Ó, það ólán!

Frú K.: Æ, Guð minn góður! hún er dauð, dauð, dauð!

Kap.: Hó, lof mèr lít’ á. — Er hún ekki ísköld!
og blóðið storknað, stirð í öllum liðum? —
þar liggur hún þá liðin til að sjá,
sem sumarhèla hylji fagra rósu,
er engan líka átti sèr í dalnum!
Ólukkudagur! Æ, mig gamlan fauskinn!

Fóstr.: Sárgrætilegi dagur!

Frú K.: Sorgar-ótíð!

Kap.: Ó, dauðans hönd, sem hripsar haria frá mèr,
hún heimtar kvein, en bindur fyrir munn minn.

(Bróðir Lárenz, París og hljóðfæramenn koma.)

Lár.: Til kirkju þá, ef brúðurin er búin.

Kap.: Já, búin víst, en kemur aldrei aptur. —
Æ, son minn! dauðinn svaf hjá brúðurinni
nóttunni fyr en fengirðu’ hennar; sjáðu,
þar liggur rósin, rifin upp af honum!
Minn son og arfi er nú dauðinn orðinn,
hann giptist minni dóttur; eg vil deyja,
svo erfir hann þá allt, því eptir lífið,
er eign manns horfin; dauðinn fær þá allt

Par.: Og eg hef lengi þennan morgun þráð,
og þarna er nú sjónin, sem mèr mætir!

Frú K.: Bölvaði, argi, óláns-slysa dagur!
þú allra versta stund, sem tíðin þekkti,
á sinni löngu, sorgar-grýttu vegferð!
Eg átti einka-einstakt-einkabarn,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0103.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free