- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
98

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

eitt blessað barn til unaðar og yndis,
og dauða-grimmdin grípur það nú frá mèr!

Fóstr.: Ó, voði, voða-, voða-, voða-dagur,
sá versti dagur, mesti sorgardagur,
sem eg hef nokkru, nokkru sinni lifað!
Æ, dagur, dagur; Drottinn minn, sá dagur!
svo dimmur dagur hefur aldrei sèzt;
æ, sorgardagur, sorgardagur, dagur!

Par.: Æ, svikinn, hrelldur, særður, meiddur stend eg,
og blekktur af þèr, bölvaðasti dauði!
já, kvalinn, kreystur; grimmi, grimmi dauði.
Mitt líf! nei ást—mín ást í faðmi dauðans!

Kap.: Hataður, svikinn, hrakinn, kvalinn, drepinn!
því komstu nú, þú neyðarfulli tími,
að myrða okkar inndælustu gleði?
Æ, barn mitt, barn mitt! önd mín, ekki barn mitt!
með þessu barni er öll mín gleði grafin!

Lár.: Þeg, blygðist ykkar! enginn stormur stillist
við slíkan ofsa. Himinn Guðs og þið
í dóttur ykkar átti hvor sinn hlut;
en nú á Drottinn aleinn hana alla,
sem er að vísu henni langt um betra.
Þið slepptuð ykkar hlut í höndur dauðans,
en Herrann geymir sinn til eilífs lífs.
Nú, ykkar fremsta ósk var—hennar upphefð,
já, það var ykkur á við himnaríki,
og getið þið nú grátið hennar upphefð
hátt yfir ský til himnaríkis sjálfs!
Þið elskið þá ei ykkar dóttur rètt,
ef ærist þið, en hún er sálpuhólpin.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0104.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free