- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
102

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Mig dreymdi’ eg væri dauður og hún kæmi—
hálfskrítið samt, að dreyma’ að dauður hugsi!
og kyssti mig og gæfi andann aptur,
og eg stóð upp og var þá keisari. —
Ó, hversu ljúf er ástarnautnin sjálf,
fyrst ástarskugginn á svo mikla sælu! —

(Balthasar kemur.)

Frá Verónsborg! — Hvað ber þú mèr í frèttum?
Þú flytur sjálfsagt brèf frá bróður Lárenz?
Er frú mín heil? og faðir minn? Nú, seg mèr,
er Júlía heil? eg spyr þig að því aptur,
því öllum líður vel, ef hún á gott.

Balth.: Jú, hún á gott, og þá er ekkert að, —
í Kapúls grafreit hvíla hennar leifar,
en sálin býr með ódauðlegum englum;
eg horfði á er, hún var færð til grafar,
og hleypti strax með tíðindin til yðar.
Æ, fyrirgef mèr þessa sorgarsögu;
þèr sögðuð fyr, eg mætti engu leyna.

Róm.: Ef svo er, nú — þá storka’ eg ykkur, stjörnur! —
Þú þekkir hús mitt, heimt mèr blek og pappír,
og leigðu hesta; hjeðan brott í kvöld! —

Balth.: Æ, fyrirgef, eg fer ei burt frá yður;
eg fælist yðar bleika voða-svip,
slíkt boðar einhver ósköp.

Róm.: Nei, þèr skjátlar;

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0108.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free