- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
103

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

far nú og gjörðu það, sem þjer er boðið.
Og barst þú ekkert brèf til mín frá Lárenz?

Balth.: Nei, góði herra.

Róm.: Gott; en far þú nú
og lána hesta; eg skal óðar koma.

(Balthasar fer.)

Í nótt skal jeg hjá Júlíu minni sofa.
En hvernig? — Ójú! — Örvingluðum mönnum
er ólukkan ei sein að fljúga’ í hug.
Nú man eg eptir einum lyfjasala,
hann býr hèr nærri; nýskeð sá eg manninn,
í rifnum lörfum, brýr hans hèngu’ í brúskum,
hann týndi grös, úr svip hans horfði hungrið,
og horsjúk örbyrgð sat á hverju beini;
í búð hans sá eg skjaldarböku-skrifli,
krókódílshamur hèkk þar ásamt ýmsum
illkynja-fiskum, hèr og hvar um hyliur
var húsgangslega tildrað baukarusli,
grænleitum pottum, fúnu fræi, blöðrum
og snæra-skrani’ og skemmdum piparkökum,
og öllu hrófað svo að sýndist mikið.
Mèr kom í hug við húsgangs-ímynd þessa,
að skyldi einhver eitur vilja kaupa,
sem hèr í borg er dauðasök að selja,
þá lèti þetta sultargrey það samt;
og þessi hugsun vissi á þessa þörf,
og þessi fátæklingur skal það selja.
Ef man eg rètt, þá á hann hérna heima,
en helgur dagur er og grenið lokað. —
Heyr apótekari’. —

Apót. (kemur.): Hver æpir svo?

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0109.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free