- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
104

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Róm.: Kom, heyr þú mig; eg veit að þú ert vesall;
þigg fjörutíu fríða gullpeninga,
en fá mèr eitur, bráðdrepandi eitur,
sem læsir sig svo skjótt um innstu æðar,
að engum leiðist lífið, sem því bergir,
en detti dauður, og sem eins hart feykir
úr bol manns lífi og logi sprengir púður,
og sendir fram úr bráðdrepandi byssu!

Apót.: Svo banvænt eitur á eg til, en lögin
það banna’ að selja, leggja þar við líf manns.

Róm.: Ert þú svo nakinn, ekkert nema eymdin,
og óttast dauðann? Hungrið hlær á kinn þèr,
í augum þínum sveltur sút og áþján,
um bak þèr hangir hörmungin í dulum,
öll veröldin og veraldarlögin smá þig,
því aldrei koma’ út lög, sem auðga þig;
tak gullið, vert ei vesall, brjóttu lögin!

Apót.: Mín vesöld, en ei vilji þiggur þetta.

Róm.: Eg borga þinni vesöld en ei vilja.

Apót.: Svo leysið þetta í hverjum lög sem helzt,
og drekkið það, og þótt þèr hefðuð fjör
við tuttugu menn, þèr dæjuð samt á svipstund.

Róm.: Svo tak þá gullið — gamalt sálareitur,
sem myrðir fleiri’ í þessum hryggðar-heimi,
en meinlaust duptið, sem þú mátt ei selja;
eg seldi eitur þèr, en þú ei mèr.
Far vel, kaup mat og flýttu þèr að fitna!

(Apótekarinn fer.)

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0110.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free