- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
108

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Balth.: Eg fer, og skal ei hindra yður, herra.
Róm.: Þá gjörir þú mèr greiða, þiggðu þetta.

(Fær honum pyngju.)

Lif vel og lengi, góður þjónn, og gakk nú!
Balth.: Eg sit í leyni samt sem áður hèr,
eg svip hans hræðist, hvað sem eptir fer.

(Færir sig fjær.)

Róm.: Hrægrimmi hvoptur! voðalega vargshít!
þú hefur gleypt hinn bezta bita lífsins;
eg sprengi nú þitt grotna gin í sundur,
og gef þèr meira, hvort þú vilt eða’ ekki!

(Sprengir upp grafreitinn.)

Par.: Hvað? er það ofsinn? útlaginn hans Montags,
sem unnustunnar minnar frænda drap?
Það leiddi hana heim af sorg, að sagt er;
hann ætlar sèr að níðast hèr á nánum,
en eg skal hepta’ hann. Heyr þú, Montags fantur!
(Stökkur fram.)

Nei! hættu þessu óguðlega æði!
Fær heipt þín ekki hvíld við þrepskjöld dauðans?
Eg tek þig fanginn, fyrirdæmda mannhrak!
Fylg mèr og hlýð, þú hlýtur nú að deyja!
Róm.: Eg hlýt það víst, og til þess er eg kominn.
Ó, freist ei óðs manns, ungi, góði maður!
æ, lát mig vera; lít á þessa dauðu
og hræðstu þá. Ó, hlað ei, ungi vinur,
á höfuð þetta öðrum nýjum glæp,
og gjör mig ekki óðan. Farðu, farðu!

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0114.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free