- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
109

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Það viti Guð eg ann þèr meira’ en mèr,
því hingað ber eg sverðið á mig sjálfan.
Á burt sem örskot! Lif, og mundu mig,
hinn milda vitfirring, sem náðar þig!

Par.: Eg anza hvergi áskorunum þínum;
ólífismaður, kom, eg tek þig fanginn.

Róm.: Þú storkar mèr! Nú statt’ þig, piltur, þá!

(Þeir berjast.)

Svein.: Þeir berjast—æ, æ! eg vil kalla’ á vörðinn.

(Fer.)

Par. (fellur): Ó, eg er veginn! Viltu sýna miskunn
og leggja mig í legstaðinn hjá Júlíu!

Róm.: Það vil eg gjöra. — Svip hans vil eg sjá:
Mercútíós frændi, fagri greifinn, París;
Hvað sagði þjónn minn, þegar sál mín vitskert
ei heyrði’ og skildi hvað hann sagði áðan?
að Júlía væri greifa París gipt!
Nei, sagði’ hann það? nei, það er efiayist draumur;
eða’ er eg óður? dreg eg það af því
eg heyrði’ að hún var nefnd?—Ó, rètt mèr hönd!
í sömu ólánsbók við stöndum báðir.
Eg legg þig nú í glæsilega gröf;
nei, fallni sveinn, í fagra ljósahöllu,
því Júlía hvílir hèr, og hennar fegurð
um hvelfing þessa verpur dýrð og ljóma.—
Svo ligg þar dauði, af dauðum manni grafinn!

(Leggur París í grafreitinn.)

Hve margopt glaðnar yfir þeim, sem eru

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0115.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free